Karlalið Vestra í Mizuno-deildinni í blaki spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu síðastliðinn laugardag, þegar þeir fengu Íslandsmeistara síðasta tímabils í heimsókn, Þrótt frá Nekaupstað.
Fyrirfram var búist við að gestirnir tækju með sér stigin austur, en okkar piltar voru hreint ekki til í það og sýndu sínar bestu hliðar.
Jafnræði var með liðunum fram eftir fyrstu hrinu, og var td staðan 14-14 og 15-15. En eftir það tóku Vestrastrákar frumkvæðið og sigu hægt en bítandi frammúr og kláruðu hrinuna 25-22.
Önnur hrina byrjaði með svipuðum hætti, en fljótlega tóku Þróttarar frumkvæðið og voru yfir í stöðunni 12-9. Þá tóku Vestrastrákar heldur betur við sér og tóku 7 stig á móti 1 hjá Þrótti og snéru stöðunni í 16-13 fyrir Vestra. Mestur varð munurinn í stöðunni 23-17 og kláruðu Vestrastrákar hrinuna nokkuð örugglega 25-20.
Í þriðju hrinu mættu Þróttarar ákveðnir til leiks og skoruðu snemma í hrinunni 9 stig í röð og staðan skyndilega orðin 10-3 fyrir Þrótti. Og þeir bættu heldur í og náðu 9ju stiga forystu, 21-12, 23-24 og 24-15, en þá spýttu Vestrastrákar í lófana og löguðu aðeins stöðuna með fjórum stigum í röð. Þriðju hrinu lauk því 25-19.
Fjórða hrina byrjaði svo nokkuð jöfn þar sem liðin skiptust á að skora. Í stöðunni 6-5 náðu Þróttarar góðri viðspyrnu og skoruðu 4 stig í röð og náðu í framhaldi af því að komast í 12-8. Þá kom rosalegur kafli hjá Vestrastrákum þegar þeir skoruðu 8 stig í röð og snéru taflinu heldur betur við í 17-13. Og áfram héldu okkar strákar og náðu mesta mun í stöðunni 24-17. Hrinan kláraðist svo 25-21 fyrir Vestra og 3 stig staðreynd í fyrsta leik tímabilsins.
Nýji leikmaðurinn okkar, kantsmassarinn Felix, var hreint út sagt frábær, skoraði 11 stig í fyrstu hrinu og 10 í síðustu hrinunni, samtals 32 stig í leiknum. Antonio miðjumaður stóð sig einnig mjög vel með 8 stig úr smössum og 5 hávarnir. Næstu menn þar á eftir í stigaskori fyrir Vestra voru kantsmassarinn Álvaro og díóinn Hafsteinn með 9 stig hvor.
Stigahæstir Þróttara voru kantsmassararnir Miguel og Þórarinn með 10 og 9 stig hvor.
Í leiknum fengu einnig tveir ungir Vestrastrákar að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu, en þeir Sverrir Bjarki Svavarsson og Hákon Ari Heimisson fengu að koma inná í restina á hrinum 2 og 4. Sannarlega efnilegir strákar þar á ferð.
Næstu leikir Vestra verða um næstu helgi ef landlæknir lofar, á móti Álftanesi á föstudagskvöld kl 20:30 og svo á móti Fylki kl 14:00 á sunnudag.
NánarÞann 28 maí sl var haldinn aðalfundur blakdeildar Vestra.
Aðalfundarstörf voru með hefðbundnum hætti, skýrsla formanns, farið yfir reikninga félagsins og kosningar.
Harpa formaður fór yfir helstu atriði ársins 2019, en starfsemin var að mestu með hefðbundnum hætti en stóra breytingin í rekstrinum var að meistaraflokkur karla tók í fyrsta skipti þátt í efstu deild, Mizuno.
Guðjón Torfi, gjaldkeri yngriflokka, fór yfir ársreikninga félagsins fyrir 2019. Reksturinn var í þyngri kanntinum og allnokkur halli var á rekstri deildarinnar.
Gengið var til kosninga og voru margir stjórnarmenn sem ekki gáfu áfram kost á sér til stjórnarsetu.
Harpa Grímsdóttir sem verið hafði formaður frá 2016 gaf ekki kost á sér áfram og var Sigurður Hreinsson kjörinn formaður í hennar stað.
Yngriflokkaráð er því núna þannig skipað: Signý Þöll Kristinsdóttir, Guðjón Torfi Sigurðsson og Tara Óðinsdóttir meðstjórnandi. Þá er Sigríður Sigurðardóttir varamaður.
Meistaraflokksráð náðist ekki að fullmanna, en skipa þurfti alla nýja í það. Í því voru kjörin Sólveig Pálsdóttir og Hafsteinn Már Sigurðsson.
Vegna þessa, þarf að halda auka-Aðalfund til að klára að manna meistaraflokksráðið.
Auka-Aðalfundurinn verður haldinn laugardaginn 11. júlí kl 14:00 við strandblakvöllinn í Tungudal. Vonandi verður veður hagstætt þannig að hægt verði að nýta ferðina til að prófa sandinn dálítið.
Hvetjum alla félagsmenn til að fjölmenna !
Nánar
Aðalfundur Blakdeildar Vestra verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll fimmtudaginn 28. maí kl. 19:30. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Einnig verður í boði að taka þátt í fjarfundi.
NánarKarlalið Vestra í blaki varð í efsta sæti í keppni í 1. deild og eru því deildarmeistarar 2019.
NánarÁður auglýstum aðalfundi Blakdeildar Vestra hefur verið frestað um viku og verður hann haldinn þann 18. apríl kl. 18:00 í Torfnesi.
NánarAðalfundur blakdeildar Vestra verður haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi miðvikudaginn 11. apríl kl. 18:00
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn og foreldrar yngri iðkenda eru hvattir til að mæta.
NánarVestri sigraði Fylki 3-0 í 1. deild karla á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur með mjög góðum tilþrifum inn á milli.
Með þessum sigri er lið Vestra komið upp í þriðja sæti fyrstu deildar, en Vestramenn eiga tvo heimaleiki eftir. Annar þeirra er á móti Stjörnunni B sem er í neðsta sæti deildarinnar, en hinn er á móti Aftureldingu B sem er í efsta sæti deildarinnar. Vestramenn eiga fræðilegan möguleika á að ná fyrsta sætinu með sigri í báðum leikjum, en Afturelding B þarf ekki nema eitt stig úr tveimur leikjum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.
NánarTvífrestaður heimaleikur meistaraflokks karla við Fylki verður spilaður á laugardaginn kl. 14:30. Þetta er einn af þremur heimaleikjum sem Vestramenn eiga eftir að spila í 1. deildinni í vetur. Með sigri nú getur Vestri komið sér upp í 3. sæti deildarinnar. Yngri flokkar blakdeildar Vestra verða með kaffisölu á leiknum og því er um að gera að koma við í Torfnesi, fá sér köku og kaffi og horfa á skemmtilegt blak!
NánarSíðasta mót Íslandsmótsins í blaki í 5. og 6. deild kvk fer nú fram á Ísafirði. Fyrri keppnisdagur er nú að kveldi kominn, margir leikir unnist og jafnmargir tapast :-) en vonandi hafa allir skemmt sér vel. Mörg góð tilþrif hafa sést, sem því miður hafa ekki öll náðst á mynd - en hér eru örfáar myndir.
Nánar