Fréttir - Knattspyrna

Söngtextar

Knattspyrna | 24.09.2023

Við hvetjum áhorfendur til að taka undir stuðningsmannalög Vestra. Meðfylgjandi eru textar.

 

Lag: Hafið eða fjöllin

Er ég kom fyrst á þennan stað
Ekki leist mér beint á það
Fólk vann hér alla daga
Við störfin hér og þar - hér og þar
Ég kynntist fólkinu
Og ég kunni vel við það
En tíminn hann flaug áfram
Og ég yfirgaf þennan stað
Er ég kom svo aftur
Ekkert hafði breyst
Frá því ég var hér síðast
Ekkert breyst - ekkert breyst
Er það hafið eða fjöllin
Sem að laða mig hér að
Eða, er það kannski fólkið
Á þessum staaaað - þessum stað
Hér á ég nokkra vini og marga kunningja
Sem eru mér ósköp góðir, allt fyrir mig gera
Fáir svartir sauðir, búa í þessum bæ
Allt leikur hér í lyndi
Í þessum bæ - þessum bæ
Er það hafið eða fjöllin
Sem að laða mig hér að
Eða, er það kannski fólkið
Á þessum staaaað - á þessum stað
Hér á ég nokkra vini og marga kunningja
Sem eru mér ósköp góðir, allt fyrir mig gera
Fáir svartir sauðir, búa í þessum bæ
Allt leikur hér í lyndi
Í þessum bæ - þessum bæ
Er það hafið eða fjöllin
Sem að laða mig hér að
Eða, er það kannski fólkið
Á þessum staaaað - þessum stað
Er það hafið eða fjöllin
Sem að laða mig hér að
Eða, er það kannski fólkið
Á þessum staaaað - þessum stað
Er það hafið eða fjöllin
Sem að laða mig hér að
Eða, er það kannski fólkið
Á þessum staaaað - þessum stað

 

Lag: L'estate sta finendo

Við Vestrapúkar erum
og stöndum hérna keik
Sigurinn við berum
Og vinnum þennan leik

Ólei ólei ólei

Á ísilögðum völlum
Við æfum sérhvern dag
Boltann inn við sköllum
Og syngjum þetta lag

Ólei ólei ólei

Stuðningsmannaliðið
Við stöndum ykkar vörð
Við eigum stóra sviðið
Því saman erum hörð

Ólei ólei ólei

Áfram Vestri!

Silas Songani : (Lag: Tequila)

„…..SONGANI!“
____________________________

Áfram Vestri: (Lag:Yaya/Kolo Toure)

Lágt : "Áfram, Áfram Vestri, Áfram Vestri, Áfram Áfram Vestri"

Hátt: "Áfram, Áfram Vestri, Áfram Vestri, Áfram Áfram Vestri"
____________________________

Benó Warén (Lag: Freed from Desire)

"Benó on fire, your defence is terrified....“ x4

HÚH!Nanana…….
____________________________
Túfa: We love you

„We love you Túfa we do, we love you Túfa we do. We love you Túfa we do Ó Túfa we love you.“
____________________________
Frá Vestfjörðum: Silfurskeið lag:

„Frá Vestfjörðum tromm tromm tromm Ég aldrei vík tromm tromm tromm Sú tilfinning tromm tromm tromm Er engu lík oh oh oh óhoóó“
____________________________
Elmar Atli: One of Our Own

„Hann er einn af oss, Hann er einn af ooooss, Elmar Garðars, hann er einn af oss.“
____________________________
Elmar: NR 1,2,3 og 4 (Lag: Yellow Submarine)

,,Númer eitt er Haffi
Númer tvö er Haffi
Númer þrjú er Haffi
Númer fjögur er Haffi
Við öll lskum Hafþór Agnarsson
Hafþór Agnarsson
Hafþór Agnarsson
Við öll elskum Hafþór Agnarsson
Hafþór Agnarsson
Hafþór Agnarsson“
____________________________
Ef þú ert Vestfirðingur gef mér klapp

„Ef þú ert Vestfirðingur gef mér klapp“ (klapp) „Ef þú ert Vestfirðingur gef mér klapp“ (klapp)

„Ef þú ert Vestfirðingur og þú veist hvað þú syngur, ef þú ert Vestfirðingur gef mér klapp“
______________________________

 

 

 

Lag: Allez, Allez, Allez

,,Við Vestrapúkar erum
og stöndum hérna keik
Sigurinn við berum
Og vinnum þennan leik

Allez, Allez, Allez….

Á ísilögðum völlum
Við æfum sérhvern dag
Boltann inn við sköllum
Og syngjum þetta lag

Allez, Allez, Allez….

Stuðningsmannaliðið
Við stöndum ykkar vörð
Við eigum stóra sviðið
Því saman erum hörð

Allez, Allez, Allez….
____________________________
Lag: Hafið eða fjöllin

,,Er það hafið eða fjöllin
Sem að laða mig hér að
Eða, er það kannski fólkið
Á þessum staaaað - þessum stað“
(REPEAT)
____________________________
Lag: GO West

,,Stöndum upp fyrir Vestramenn, stöndum upp fyrir Vestramenn, stöndum upp fyrir Vestramenn, stöndum upp fyrir Vestramenn! Oooooóóóo´…..“
____________________________
Vestri / Nacho Gil (Lag: Thunder-struck)

,,Vestri! AaAaAaa Vestri! AaAaAaa..“
eða:
,,Nacho! AaAaAaa Nacho! AaAaAaa..“
____________________________

Lag: Sjallalla (Byrjum lágt hæk-kum smátt og smátt í brjálað st-uð)

„Sjalla lala lalalaaa ooooo Vestrameeeeeennn“
x Endurtaka eins oft og þurfa þykir
____________________________


 

 

 

 

Nánar

Nýr samningur Spes Seafood og Vestra

Knattspyrna | 14.09.2023
1 af 2

Knattspyrnudeild mfl. karla og Spes Seafood undirrituðu á dögunum nýjan auglýsinga samning til þriggja ára. En Spes Seafood er fiskvinnsla Hollenska fiskdreifingar aðillans Adri og Zoon.

 

Það voru þeir Pedro Bruijnooge fyrir hönd Spes og Samúel Samúelsson fyrir hönd Vestra sem handsöluðu samningin í vinnslu þeirra í Sandgerði.

 

 

Nánar

Torfi Björnsson

Knattspyrna | 22.08.2023

Það eru líklega fáir sem hafa gert jafmikið fyrir ísfirska knattspyrnu og Torfi Björnsson – og talað jafn lítið um það. Fyrir þá sem nú eru í blóma lífsins væri auðveldlega hægt að vera þeirrar skoðunar að Torfi hafi mætt á einn og einn leik og látið þar við sitja, en svo er aldeilis ekki. Hann byrjaði strax ungur að árum að vasast kringum fótbolta en varð ungur sjómaður og svo skipstjóri og þá fór að þrengja að áhugamálinu. Hann tók samt til ýmissa ráða. Skipverjum hans fannst hann oft fara skrambi stutta túra en þá vildi Torfi komast í land til að ná leik, gjarnan þegar strákarnir hans voru að spila en allir voru synir hans viðloðandi fótboltann, Jóhann, Ómar, Örn og Gunnar. Á áttunda áratugnum tók hann sér meira að segja frí frá sjónum í nokkra daga til að tyrfa Torfnesvöll en það þótti fáheyrt á þeim tíma. Þegar ÍBÍ komst svo í 1. deild í upphafi níunda áratugarins fór Torfi á fullt; hann fékk leyfi frá sjávarútvegsráðherra til að landa rækju af sínum bát og tveimur öðrum og að andvirði aflans rynni til knattspyrnuliðs ÍBÍ. Var það grundvöllur rekstrarins sem varð gríðarþungur þetta ár sem liðið var í efstu deild og reið baggamuninn í því að gera það mögulegt. Við sem ekki þekkjum til þessa málaflokks gerum okkur kannski ekki grein fyrir því, en þetta eitt er risavaxið og nánast óskiljanlegt að hann skuli hafa haft þetta í gegn.

Í seinni tíð má nefna að Torfi var ötull talsmaður og helsti stuðningsaðili að byggingu stúku við Torfnesvöllinn og enn reið hans þáttur baggamuninn. Þar eiga þau hjónin heiðurssæti og lögðu hornstein að stúkunni við vígslu hennar, allt í rökréttu framhaldi af stuðningi við framkvæmdina. Þó að það hafi ekki farið hátt, má leiða að því líkum að Torfi hafi unnið af miklu kappi að framgangi fótboltans undir ratsjá okkar hinna og þá í gegnum afkomendurna, sem margir hverjir iðkuðu, iðka og munu iðka fótbolta af sama kappi og Torfi Björnsson studdi við hann.

Þessi ötuli talsmaður og stoð íþróttarinnar lést þann 14. ágúst síðastliðinn en minningin mun lifa um langa tíð. Stjórn knattspyrnudeildar Vestra sendir ættingjum og aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Torfa Björnssyni varð líklegast aldrei fullþakkað fyrir sinn risahlut í þessum túr.

 

Nánar

Knattspyrnudeild Vestra leitar eftir kraftmiklum leiðtoga til að taka að sér starf yfirþjálfara yngri flokka

Knattspyrna | 18.08.2023

Knattspyrnudeild Vestra leitar eftir kraftmiklum leiðtoga til að taka að sér starf yfirþjálfara yngri flokka. Spennandi verkefni fyrir áhugasaman einstakling.

Yfirþjálfari ber ábyrgð á faglegu barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildarinnar í samráði við barna- og unglingaráð.

Leitað er að kraftmiklum leiðtoga í 80-100% starf sem hefur brennandi áhuga á verkefninu og að vinna með Vestra í uppbyggingu á starfinu okkar. Framundan er mikil uppbygging á svæðinu sem mun hafa mikil áhrif á allt starf knattspyrnudeildarinnar til hins betra. Framundan eru því blómlegir tímar og upplyfting. 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Fagleg forysta um þjónustu við iðkendur og forráðamenn
 • Uppbygging mannauðs og liðsheildar ásamt þjálfaramálum
 • Skipulagning og gerð æfingatöflu sem og umsjón með Sportabler
 • Yfirumsjón með skipulagi starfsins og daglegum rekstri
 • Samvinna við meistaraflokk / flokka deildarinnar
 • Stefnumótun, markmiðasetning og áætlanagerð í samvinnu við barna – og unglingaráð
 • Yfirþjálfari mun jafnframt sinna hlutverki aðalþjálfara í a.m.k tveimur flokkum deildarinnar

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • UEFA A þjálfaragráða
 • Jákvætt lífsviðhorf og framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar
 • Frumkvæði, drifkraftur og stefnumótandi hugsun
 • Sjálfstæði í starfi og hæfileiki til að vinna með öðrum
 • Framtíðarsýn og ósérhlífni
 • Hreint sakavottorð er skilyrði

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. ágúst 2023

Umsókn ásamt ferilskrá óskast sent á Jón Hálfdán Pétursson, formann barna og unglingaráðs á nonnipje@simnet.is  Nánari upplýsingar veitir Jón Hálfdán í síma: 8624443

Nánar

Komdu í fótbolta með Mola,

Knattspyrna | 05.08.2023
Moli í síðustu heimsókn vestur.
Moli í síðustu heimsókn vestur.

Verkefnið "Komdu í fótbolta", samstarfsverkefni KSÍ og Landsbankans, heldur áfram sumarið 2023 og felur í sér heimsóknir til minni sveitarfélaga um land allt.  Siguróli Kristjánsson, oftast kallaður Moli, hefur umsjón með verkefninu og mun hann setja upp skemmtilegar og fjölbreyttar fótboltabúðir á hverjum stað til að efla áhuga iðkenda og styðja við bakið á knattspyrnustarfinu á staðnum.

Moli er Akureyringur í húð og hár og lék um árabil með Þór, auk þess sem hann hefur þjálfað hjá félaginu í mörg ár. Þess má einnig geta að hann á tvo A landsleiki að baki.

Moli ætlar að heimsækja okkur þriðjudaginn 8 ágúst klukkan 12:10 á gervigrasinu. Þetta er hugsað fyrir 6, 7 og 8 flokk en að sjálfsögðu allir velkomnir að fylgjast með. 

Nánar

Blómlegir tímar á knattspyrnusvæðinu á Torfnesi

Knattspyrna | 30.05.2023

Bærinn hefur óskað eftir tilboðum í að fjarlægja gervigras af æfingarvellinum á Torfnesi og jafna undirlag undir nýtt gervigras. Hefst því fyrsti verkhluti af þremur við endurbætur á knattspyrnusvæðinu á Torfnesi.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir knattspyrnuiðkun á svæðinu. Það má segja að nú sé því að hefjast nýr kafli þar sem að knattspyrnusvæðið, sem síðast fékk upplyftingu fyrir 20 árum síðan, er að fá nauðsynlegar og góðar endurbætur. Til stendur að skipta út gervigrasinu á æfingasvæðinu og leggja gervigras á keppnisvöllinn. 

Mikið starf er unnið hjá knattspyrnudeildinni, líkt og öðrum íþróttadeildum á svæðinu. Það er því mikilvægt að hlúa vel að starfseminni og umhverfinu til að geta haldið áfram góðu og faglegu starfi. Það er ekki síst mikilvægt nú á þessum tímum að hlúa vel að íþróttaiðkun barna og ungmenna en eins og flestir vita hafa íþróttirnar mikið forvarnargildi. Íþróttirnar, í sameiningu, eru að keppast við síma, tölvur og einangrun. 

Knattspyrnudeildin fagnar þessum framkvæmdum og hlakkar til komandi tíma. 

Nánar

Skemmtileg heimsókn frá KSÍ

Knattspyrna | 23.05.2023
1 af 2

Í síðustu viku kom Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari yngri landsliða hjá KSÍ og yfirmaður hæfileikamótunnar kvenna, í heimsókn til okkar vestur. Allir iðkendur fæddir árið 2008, 2009 og 2010 voru boðaðir á æfingar og fyrirlestur. Magnús fór um víðan völl í fyrirlestrinum og ræddi þar m.a. um símanotkun, svefn, mataræði og hvað krakkarnir geta gert sjálf til að bæta sig í því sem þau vilja. Einnig kynnti hann þau fyrir ýmsum leiðum í íþróttunum líkt og háskólafótbolta á námsstyrk o.fl. Æfingarnar voru flottar og fengu iðkendur að kynnast því hvaða kröfur eru gerðar t.d. til þeirra sem fara upp í yngri landsliðin í knattspyrnu. 

Það var mikil ánægja með heimsóknina og við hlökkum mikið til að fá hann til okkar aftur. Það er mikilvægt fyrir okkur að geta fengið góðar heimsóknir líkt og þessa hingað vestur. Þarna á bakvið er mikil þekking og fagmennska og frábært að við fáum að njóta hennar hér á svæðinu. 

 

Áfram Vestri !

Nánar

Allt á fullu í boltanum

Knattspyrna | 22.05.2023

Það var nóg um að vera hjá liðum Vestra um liðna helgi. 3.flokkur drengja fór suður og spiluðu þar tvo leiki, við Þrótt og Hauka. Það er skemmtilegt frá því að segja að í liði 3.flokks koma iðkendur af stór Vestfjarðasvæðinu, en þeir eru að koma frá Ísafirði, Hnífsdal, Patreskfirði, Bolungarvík, Tálknafirði og Hólmavík. Algjörlega frábær samvinna þarna og virkilega flottur hópur. Úrslit leikjanna féllu ekki okkur í vil í þessari ferð en hópurinn stóð sig virkilega vel. 

4.flokkur stúlkna tók á móti Aftureldingu hér heima. Virkilega skemmtilegur leikur sem hefði getað fallið hvoru megin sem er, en í þetta skipti voru það gestirnir sem báru sigur út býtum og enduðu leikar 1-2. Okkar stelpur stóðu sig þó gríðarlega vel við erfiðar aðstæður.

5.flokkur stúlkna hófu einnig leik á Íslandsmóti þessa helgi með því að spila tvo leiki hér heima á móti Hamar/Ægir. Erfiðir leikir við erfiðar aðstæður þar sem veðrið var ekki upp á marga fiska þessa daga. Það breytti því þó ekki að stelpurnar stóðu sig virkilega vel, þær unnu fyrri leikinn en Hamar/Ægir bar sigur úr býtum í þeim seinni. Eftir leikinn fóru stelpurnar í sund og fengu sér saman ís. Samvera og hópefli er gríðarlega mikilvægt í þessu öllu saman. 

Það er nóg um að vera næstu daga og vikur en um næstu helgi mun 5.flokkur drengja hefja leika á Íslandsmóti með dagsferð í Borgarnes. 

Áfram Vestri ! 

Nánar

Íslandsmótið hafið hjá yngri flokkum

Knattspyrna | 17.05.2023
1 af 3

Um liðna helgi byrjuðu yngri flokkar knattspyrnudeildar Vestra að spila fyrstu leikina á íslandsmóti. 3.flokkur drengja spilaði fyrsta heimaleikinn á Skeiðisvelli í Bolungarvík. Þeir fengu góðan stuðning nokkurra stúlkna úr 2.flokk þar sem tæpt var að ná í lið í þessum fyrsta leik. Liðið stóð sig með miklum sóma og leikar enduðu 2-2. Þjálfarar liðsins eru þeir Brentton og Grímur.

 

3.flokkur stúlkna hélt suður á bóginn undir góðri leiðsögn Atla Jakobssonar. Þær byrjuðu helgina á því að gera jafntefli við Breiðablik. Seinni leikurinn var á móti Njarðvík þar sem okkar stúlkur báru sigur út bítum. Frábær helgi að baka og miklar framfarir hjá stelpunum.

 

4.flokkur stúlkna hélt suður á Selfoss og spiluðu þar hörku leiki. Báðir leikir töpuðust en stelpurnar stóðu sig virkilega vel.  Ferðin heppnaðist vel og stelpurnar til fyrirmyndar að öllu leyti. Þjálfari þessa hóps er Atli Freyr Rúnarsson.

 

4.flokkur drengja hélt einnig suður á bóginn eða alla leið á Hellu. Spiluðu þeir tvo leiki sem báðir unnust. Fyrri leikurinn fór 7-2 fyrir okkar mönnum og sá seinni 7-3. Það sem var sérstaklega ánægjulegt var að í þessa ferð fóru 17 leikmenn, sem er virkilega jákvætt þar sem oft hefur reynst erfitt að manna liðin, sérstaklega svona snemma tímabils. Mikill uppgangur og framfarir hjá þessum strákum. Þjálfari hópsins er Jón Hálfdán.

 

Á næstu helgi eru bæði 5 og 4.flokkur stúlkna að spila heimaleiki á gervigrasvellinum á Ísafirði og viljum við hvetja öll til að mæta og styðja þær, bæði iðkendur, foreldra sem og aðra.  Á laugardaginn klukkan 15:00 er leikur hjá 4.flokk við Aftureldingu. Á sunnudag er 5.flokkur að spila við Hamar/Ægir klukkan 13:00 og 14:15.

 

Áfram Vestri !

Nánar

Frá KSÍ "Sýnum stillingu"

Knattspyrna | 16.05.2023

Að vera dómari í fótbolta er mikilvægt starf og knattspyrnuíþróttin getur ekki verið án dómara.  Nýliðun í félögunum gengur misvel og það er mikil áskorun fyrir knattspyrnuhreyfinguna að fjölga dómurum.  Þessi áskorun er ekki bundin við fótboltann – aðrar íþróttagreinar eru líka að takast á við hana, enda er það því miður þannig að alltof margir einstaklingar telja sig hafa rétt á því að sýna neikvæða hegðun í garð dómara vegna þeirra starfa.

 

KSÍ vill vekja athygli á því að á síðustu vikum hefur tveimur dómurum sem dæma leiki í mótum meistaraflokka á vegum KSÍ borist líflátshótanir. 

 

Þetta er fyrir neðan allar hellur og með öllu ólíðandi, og skiptir engu hvort um er að ræða barnaskap og meint grín, eða hreina og klára tilraun til líkamsárásar.  Neikvæð hegðun í garð dómara á fótboltaleikjum (eða ýmsum öðrum íþróttum) er ekki ný af nálinni.  Ógnanir og hótanir eru augljóslega langt yfir strikið en þegar ekki er tekið á neikvæðri hegðun og gripið inn í, þá stigmagnast hún.  Ábyrgðin er vissulega þess sem hagar sér með þessum hætti, en með samhentu átaki geta allir þátttakendur leiksins unnið bug á þessari meinsemd.

 

KSÍ hefur verið með í undirbúningi árveknisátak þar sem landsþekktir einstaklingar hvetja til jákvæðrar hegðunar í garð dómara og verður það átak sett í gang síðar í mánuðinum. 

KSÍ hvetur forráðamenn félaga til að vera vakandi fyrir neikvæðri hegðun áhorfenda á leikjum sinna félaga og grípa inn í ef þörf er á. 

KSÍ hvetur þjálfara og leikmenn til að stilla sig þegar rætt er um dómara og þeirra störf í viðtölum. 

KSÍ hvetur stuðningsmenn, áhorfendur og fylgjendur til að sýna störfum dómara virðingu og sýna stillingu, bæði á vellinum og þegar málin eru rædd á samfélagsmiðlum. 

KSÍ hvetur fjölmiðlamenn til að fjalla um störf dómara af sanngirni og virðingu. 

 

Áhorfendur lifa sig inn í fótboltaleiki, það er eðlilegur hluti af leiknum og þær tilfinningar sem fótboltinn vekur eru stærsta ástæðan fyrir vinsældum íþróttarinnar.  Það hefur samt enginn rétt á því að ausa fúkyrðum og svívirðingum yfir dómara, ógna þeim og jafnvel hóta vegna þeirra starfa.  Slík hegðun er með öllu óásættanleg og KSÍ hvetur alla þátttakendur leiksins til að líta inn á við.

Nánar