Fréttir - Knattspyrna

Chloe Hennigan þjálfar 4. og 5. flokk stúlkna

Knattspyrna | 02.09.2024

Chloe Hennigan leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Vestra hefur hafið störf í yngri flokkum félagins.

Chloe mun vera þjálfari 4. og 5. flokks stúlkna.

Það er mikið fagnaðarefni að fá Chloe til starfa enda mikil fyrirmynd fyrir yngri leikmenn.

Aðstoðarþjálfari í 4.-5. flokki stúlkna verður Unnur Hafdís Arnþórsdóttir.  Unnur Hafdís er einnig leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Vestra og hefur í sumar komið að þjálfun fjölmargra flokka og staðið sig frábærlega :)

Frekari fréttir af þjálfaramálum yngri flokka er að vænta á næstunni og verið er að vinna hörðum höndum að því að klára þau mál eins fljótt og hægt er.

 

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Flokkaskipting

Knattspyrna | 29.08.2024

Um leið og vetraráætlunin hófst 26. ágúst sl urðu flokkaskipti í yngstu flokkunum þ.e. 6.-8. flokkur.  Mán 02. september verða flokkaskipti í öllum flokkum fyrir utan að leikmenn f. 2008 munu æfa áfram með 3. flokki hvar þeirra leikjum í Íslandsmótinu lýkur ekki fyrr en í lok september. Leikjum hjá 4. flokki drengja og stúlkna lýkur 01. sep nk.  Þann 01. okt nk verður því allri flokkaskiptingu formlega lokið eins og áður hefur komið fram.

Flokkaskipanin tímabilið 2024-2025 er eftirfarandi:

2. flokkur: Leikmenn f. 2006-2008

3. flokkur: Leikmenn f. 2009-2010(2008 - 2010 til 30. sep)

4. flokkur: Leikmenn f. 2011-2012

5. flokkur: Leikmenn f. 2013-2014

6. flokkur: Leikmenn f. 2015-2016

7. flokkur: Leikmenn f. 2017-2018

8. flokkur: Leikmenn f. 2019 og yngri.

 

ÁFRAM VESTRI 

Nánar

Æfingaáætlun yngri flokka vetur 2024-25

Knattspyrna | 23.08.2024

Æfingaáætlun 3.-8. flokks drengja og stúlkna hefur nú verið gefin út.

Áætlunin er komin í Sportabler og hefst mánudaginn 26. ágúst og gildir til 30. maí.

Strax á mánudaginn verða flokkaskipti 5-8. flokki.

Formleg flokkaskipti í eldri flokkunum verða eftir síðustu leiki í Íslandsmótinu.

Eins og á síðasta ári þá munu iðkendur í 3.-4. flokki ekki fara inn í íþróttahúsin í vetur nema í algjörri neyð.

Að sama skapi munu iðkendur í 5.-7. flokki æfa úti eins lengi og hægt er og erum við þá að miða við desember.

Hjá 8. flokki er sú breyting að æfingar verða kynjaskiptar einu sinni í viku.

Allar tímasetningar á æfingum í 5.-8. flokki eru í beinni tengingu við tímana sem flokkarnir munu nota í íþróttahúsunum.

Sérstakar liðleika og styrktaræfingar í 3.-4. flokki munu ekki hefjast fyrr en að öllum leikjum lýkur í haust. Verður það auglýst sérstaklega.

Markmannsæfingar fyrir iðkendur í 3.-5. flokki munu heldur ekki hefjast alveg strax en vonandi mjög fljótlega.

Það verður ekkert frí tekið á æfingum nú í haust (fyrir utan að við fylgjum grunnskólunum sem fyrr í vetrarfríinu í október).

Við ætlum hinsvegar að taka gott frí í desember og yfir áramótin og mun það allt verða kynnt síðar.

 

ÁFRAM VESTRI

 

 

Nánar

8. flokkur tók þátt í Hamingjumótinu um helgina

Knattspyrna | 19.08.2024

Það var mikið um að vera um helgina hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar.

3. flokkur drengja og 4.-5. flokkar drengja og stúlkna spiluðu í Íslandsmótinu.

8. flokkur drengja og stúlkna tóku þátt í hinu árlega Hamingjumóti Víkings í Reykjavík.

Stúlkurnar léku á laugardaginn 17. ágúst sl og drengirnir í gær 18. ágúst.

Það var mikil gleði og hamingja hjá Vestra krökkunum sem voru þarna flest að taka þátt í sinu fyrsta knattspyrnumóti.

Vetraræfingaáætlunin verður sett út í fyrramálið og tekur gildi 22. ágúst nk.

ÁFRAM VESTRI

 

 

Nánar

Æfingar hefjast aftur á morgun þriðjudag 06. ágúst

Knattspyrna | 05.08.2024

Æfingar hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar Vestra hefjast aftur á morgun 06. ágúst eftir sumarfrí.

Æfingar eru skv sumaræfingaáætlun sem og gildir til 18. ágúst nk.

Ný æfingaáætlun hefst svo 19. ágúst og verður hún kynnt fljótlega.

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Góðu ReyCup móti lokið.

Knattspyrna | 29.07.2024

3 og 4. flokkar drengja og stúlkna hjá Vestra tóku þátt í hinu árlega ReyCup móti Þróttar í Reykjavík dagana 24.-28. júlí.

Keppt var í 11-manna bolta og voru samtals tæplega 70 iðkendur frá Vestra á mótinu.

Fóru leikirnir fram á æfinga og keppnissvæði Þróttar í Laugardal og Víkings í Safamýri.

Mótið hefur verið haldið síðan árið 2002 og hafa fjölmörg erlend lið tekið þátt í gegnum tiðina.

Nú voru lið frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Afríku, Danmörku og Englandi ásamt íslensku liðunum.

3. flokkur drengja tók þátt í A - liða keppni og eru mörg ár síðan Vestri hefur telft fram liði í þeim styrkileikaflokki.

Drengirnir stóðu sig frábærlega og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sinn riðil.  Voru með 7 stig en í riðlinum voru einnig Keflavík, Grindavík og Grótta.

Í úrsláttakeppninni sigraði Vestri Tindastól en tapaði naumlega fyrir Fram og Afrísku meisturunum í Ascent - Soccer.

Niðurstaðan var 6. sæti í A-liða keppninni sem verður að teljast frábær árangur.

Drengirnir hafa æft gríðarlega vel og vaxið mikið sem leikmenn og lið á þessu keppnistímabili.

Stúlkurnar í 3. flokki stóðu sig einnig vel og spiluðu marga flotta leiki hvar þær stjórnuðu leikjunum að mestu leiti.  Þær hafa æft gríðarlega vel og náð miklum framförum á síðustu misserum.

Stúlkurnar urðu í 5. sæti, sigruðu 3 leiki gerðu 1 jafntefli (2-2 í hörkuleik gegn Austurlandi sem tapaði síðar naumlega úrslitaleiknum) og töpuðu 2 leikjum. Niðurstaðan var 5. sæti og mega stúlkurnar sannarlega vel við una.

Stúlkurnar í 4. flokki spiluðu virkilega flotta leiki hvar þeir einnig stjórnuðu nær öllum leikjum sínum.  Í úrsláttakeppninni sigurðu þær m.a. KA 5-3 í vítaspyrnukeppni en 2-2 var eftir venjulegan leiktíma.  Emilía Rós markmaður varði glæsilega í vítaspyrnukepninni auk þess sem Vestra stúlkurnar skoruðu úr öllum sínum spyrnum.  Niðurstaðan var 6. sæti og hafa stúlkurnar náð gríðarlega miklum framförum á þessu ári enda æft vel.

Drengirnir í 4. flokki spiluðu sannkallaða markaleiki.  Í sínum 6 leikjum skoruðu þeir 25 mörk og var niðurstaðan 5. sæti.

Það býr gríðarlega margt og mikið í þessum flottu drengjum og er ljóst að æfi þeir vel í nánustu framtíð eru þeim allir vegir færir.

Þjálfarar Vestra í ferðinni voru 3 auk yfirþjálfara.

En það voru þau Brentton Muhammad, Sigþór Snorrason og Unnur Hafdís Arnþórsdóttir og unnu þau frábært starf.  Það er mikið álag á þjálfurum í mótum sem þessum og unnu þau gott og faglegt starf.

Fararstjórar og liðsstjórar komu sem fyrr úr hópi foreldra.  Sjálfboðaliðastarf er grunnurinn að öllu íþróttastarfi og þeir foreldrar sem lögðu hönd á plóg unnu sannkallað kraftaverk. Það er gæfa iðkenda og þar með félagsins að eiga slíkt fólk að og þökkum við þeim kærlega fyrir gríðarlega mikið og óeigingjarnt starf í þágu barnanna og félagsins.

Iðkendur frá Vestra voru sem fyrr segir tæplega 70 talsins og héldu þau hópinn vel og studdu hvort annað í blíðu og stríðu.

Var sannarlega góður og ríkur félagsandi í okkar herbúðum sem gefur góð fyrirheit um framhaldið.

ÁFRAM VESTRI.

 

 

 

 

 

Nánar

Sumarfrí 23. júlí. - 06. ágúst

Knattspyrna | 15.07.2024

Sumarfrí verður á æfingum og keppni hjá 5.-8. flokki  frá 23. júlí. - 06. ágúst.

Síðasti æfingadagur fyrir sumarfrí hjá þessum flokkum er þriðjudagurinn 23. júlí og fyrsti æfingadagur 06. ágúst.

3.-4. flokkar drengja og stúlkna keppa á ReyCup mótinu í Reykjavík 24.-28. júlí og fara 3.flokkur stúlkna og 4.flokkur drengja og stúlkna í frí eftir mótið. 

3. flokkur drengja spilar leik í Íslandsmótinu þriðudaginn 30. júlí og fara svo í frí eftir leikinn.

Allar æfingar í yngri flokkum hefjast svo aftur eftir sumarfrí þriðjudaginn 06. ágúst

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Knattspyrnuskóli Vestra hefst í næstu viku

Knattspyrna | 27.06.2024

Knattspyrnuskóli Vestra hefst í næstu viku. Um er að ræða tvö námskeið, annarsvegar 01.-05. júlí og hinsvegar 08.-12. júlí.  Námskeiðið er fyrir öll börn fædd 2014-2017 og er frá kl. 09.00-12.00 mán-fös. Vistun er í boði frá 08.00 - 09.00.  
Skráning er í fullum gangi og fer fram í Sportabler

Minnum svo á leik Vestra og Fram kl. 18.00 í Bestu deild karla á Kerecisvellinum.

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Yfirlýsing vegna niðurstöðu KSÍ á atvikum í leik Fylkis og Vestra 18.júní sl.

Knattspyrna | 24.06.2024

Knattspyrnusamband Íslands hefur komist að niðurstöðu vegna atviks í leik Fylkis og Vestra þann 18.júní s.l.

Nánar

Loksins heima !

Knattspyrna | 24.06.2024
Jörundur Áki,, Garðar Sigurgeirsson og Þorvaldur Örlygsson
Jörundur Áki,, Garðar Sigurgeirsson og Þorvaldur Örlygsson
1 af 6

Um liðna helgi var fyrsti leikur meistaraflokks karla spilaður heima á nýjum og flottum Kerecis velli. Það lögðust allir á eitt við að koma vellinum og svæðinu í keppnishæft stand fyrir leikinn og voru síðustu skrúfur skrúfaðar í hálfleik. 

Það rigndi duglega á okkur í þessum fyrsta leik en það stoppaði ekki stuðningsfólkið okkar, en á leikinn mættu um 450 manns. 

Fyrir leik var Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs með nokkur orð um sögu knattspyrnunnar á svæðinu og að lokum afhenti hann Svavari Þór Guðmundssyni, formanni knattspyrnudeildar blómvönd fyrir hönd bæjarins. 

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ og Jörundur Áki Sveinsson starfandi framkvæmdastjóri KSÍ voru viðstaddir þennan fyrsta heimaleik liðsins á nýjum velli. Þeir afhendu Gylfa Ólafssyni og Svavari Þór fallega platta þar sem þeir óska félaginu og bænum til hamingju með nýjan völl. Að lokum voru sex aðilar sæmdir heiðursmerki úr silfri frá KSÍ, en það voru þau Garðar Sigurgeirsson, Hildur Elísabet Pétursdóttir, Svavar Þór Guðmundsson, Jón Hálfdán Pétursson, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir og Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg. En slík merki eru veitt þeim sem unnið hafa vel og dyggilega að eflingu knattspyrnuíþróttarinnar í áratug eða lengur. 

 

Við þökkum innilega fyrir góða mætingu og ómetanlegan stuðning úr stúkunni og minnum á næsta leik hér heima sem er n.k. fimmtudag þegar liðið fær Fram í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 18:00, það verða borgarar á grillinu og því tilvalið að skella sér á Kereceisvöllinn með fjölskylduna og hvetja okkar menn til sigurs. 

Áfram Vestri !

 

 

Nánar