Fréttir - Vestri

Vettlingar til styrktar Vestra

Vestri | 04.06.2024

Snillingurinn Kristín Örnólfsdóttir hefur hannað Vestra vettlinga og rennur 80% af andvirði hverrar sölu til vestra eða eins og hún segir á Facebook síðu sinni:

Nýjasta hönnun mín eru vettlingar tileinkaðir íþróttafélaginu Vestra. Uppskriftirnar eru þrjár og skiptast í kvenmannsstærð, karmannstærð og barna stærðir frá 4 -12 ára.
Vestra vettlingauppskriftirnar eru seldar á Ravelry (sjá link hér fyrir neðan)og kosta 1000 kr stykkið. 80% af hverri seldri uppskrift rennur til unglingastarfs Vestra og mun gjaldkeri Vestra sjá um að skipta ágóðanum jafnt á milli greina. Þess vegna er mikilvægt að kaupa uppskrift ef áhugi er fyrir að prjóna Vestra vettlinga, en ekki ljóstrita og gefa.
Þeir sem ekki hafa aðgang að Ravelry geta sent mér einkaskilaboð ég mun sjá um að afhenda uppskrift á annan hátt.
Endilega deilið.
Nánar

Aðalfundur Vestra 15. apríl 2024

Vestri | 05.04.2024

Aðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2024 verður haldinn mánudaginn 15. apríl nk. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 18:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Félagsmenn og aðrir sem koma að starfi félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.

Nánar

GUÐRÚN HELGA UNGMENNI ÁRSINS 2023 Í FLOKKI KVENNA 16-17 ÁRA

Vestri | 18.12.2023

Stjórn Lyftingasambands Íslands hefur valið lyftingafólk ársins 2023 og ungmenni ársins í flokki 18-20 ára, 16-17 ára og 15 ára og yngri. Guðrún Helga Sigurðardóttir (f. 2006) hjá lyftingadeild Vestra er ungmenni ársins í flokknum konur 16-17 ára. 

Nánar

Kveðja til Grindvíkinga - Velkomin á æfingar

Vestri | 15.11.2023

Hugur okkar í Vestra er hjá íbúum Grindavíkur sem standa nú frammi fyrir erfiðum aðstæðum og óvissu um framtíðina. Fyrir börn og ungmenni er mikilvægt að lífið komist í fastar skorður svo fljótt sem auðið er og að yfirstandandi ástand hafi sem minnst áhrif á daglegar athafnir þeirra. Þar skiptir hefðbundið skóla- og tómstundastarf grundvallarmáli og býður íþróttafélagið Vestri iðkendur úr Grindavík velkomna á æfingar hjá deildum félagsins án endurgjalds.

Nánar

Lyftingadeild Vestra

Vestri | 29.09.2023

Stofnuð hefur verið lyftingadeild innan íþróttafélagsins Vestra. Undanfarin ár hefur verið vaxandi áhugi á Ólympískum lyftingum á starfssvæði Vestra og talsverður hópur sem stundar þá íþrótt reglulega. Um nokkurt skeið hefur verið rætt um að stofna lyftingadeild sem yrði aðili að Lyftingasambandi Íslands og hefði rétt til þátttöku í Íslandsmótum og öðrum viðurkenndum mótum innanlands og utan. Það hefur nú verið gert og er ánægjulegt að greina frá því að á Haustmóti Lyftingasambands Íslands sem fer fram núna um helgina á Akranesi er keppandi frá Vestra í fyrsta sinn á meðal þátttakenda, Guðrún Helga Sigurðardóttir.

Nánar

Félagsgjöld Vestra 2023

Vestri | 27.06.2023

Nú á dögunum komu félagsgjöld inn í heimabanka félagsmanna Vestra. Tekið skal fram að um valgreiðslu er að ræða. Þeir sem óska eftir að gerast félagsmenn og leggja félaginu lið geta farið inn á heimasíðu félagsins, www. vestri.is, þar sem finna má hnapp á forsíðu merktur „Gerast félagi í Vestra". Skráningarform opnast þegar smellt er á hnappinn.

Nánar

Ársskýrsla Vestra 2022

Vestri | 24.04.2023

Ársskýrslu aðalstjórnar og deilda Vestra fyrir árið 2022 má finna hér ásamt ársreikningi 2022.

Nánar

Aðalfundur Vestra 24. apríl 2023

Vestri | 11.04.2023

Aðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2023 verður haldinn mánudaginn 24. apríl nk. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Félagsmenn og aðrir sem koma að starfi félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.

Nánar

Jóhann Króknes Torfason heiðraður af ÍSÍ og KSÍ

Vestri | 25.02.2023
Jóhann Króknes Torfason tekur við heiðurskrossi ÍSÍ af Hafsteini Pálssyni, 2. varaforseta ÍSÍ.
Jóhann Króknes Torfason tekur við heiðurskrossi ÍSÍ af Hafsteini Pálssyni, 2. varaforseta ÍSÍ.

Laugardaginn 25. febrúar fór 77. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fram í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði. Á þinginu var Jóhann Króknes Torfason sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ og síðan heiðurskrossi KSÍ í hófi sem haldið var um kvöldið.

Nánar