Keppnir

Reglur

Ekki er unnt að fylgja opinberu reglunum í öllum atriðum en við munum reyna að heiðra þær í aðalatriðum. Opinberu reglurnar má finna hér. Við leggjum höfuðáherslu á skemmtanagildi og að keppnin gangi vel fyrir sig.

 

Höfuðreglur

 • Þú verður að kynna þér reglurnar
 • 18 ára aldurstakmark
 • Þú sérð um að klukka þig inn og út úr tímatökusvæðum
 • Þú berð ábyrgð á að rata leiðina (merkingar eru takmarkaðar)
 • Það er skylda að stoppa og hjálpa slösuðu fólki sem þú hjólar fram á
 • Enginn hjólar einn. Allir þurfa að sýna fram á að þeir hafi félaga. Þeir sem mæta einir á mótstað verður úthlutað "félaga" eða settir í hóp. Félagi er ekki undir neinum kringumstæðum skilinn eftir í braut
 • Þátttakendur sem ekki taka þátt í tímakeppni þurfa einnig að fylgja reglum keppninnar

 

Skráning

 • Skráning og greiðsla fer fram á netinu
 • Skráningargjald fæst ekki endurgreitt en þáttökunúmer eru framseljanleg (má selja öðrum, bland, facebook, etc)
 • --- Nafnabreyting ekki möguleg eftir að skráningu lokar.

 

Hjólið

 • Hjólið verður að vera fjallahjól
 • Rafhjól eða "pedalaðstoð"(e.pedalassist) hjól með rafmagni eru ekki leyfð.
 • Aðeins má nota eitt stakt hjól í allri keppninni
 • Aðeins má skipta út biluðum slitflötum á borð við bremsupúða, dekk, slöngur.  Ekki má skipta um stell, stýri, stamma, dempara eða gjarðir í keppni
 • Hjólið verður að vera í góðu lagi
 • Mótsstjórn mun skoða hjól keppenda og hefur rétt á að hafna hjólum sem ekki teljast uppfylla það öryggi sem krafist er

 

Hlífðarbúnaður

 • Það er alger hjálmaskilda öllum stundum á meðan hjólað er
 • Mælt er með "fullface" hjálmum fyrir tímatökusvæði
 • Hjálmlausir keppendur verða dæmdir úr leik umsvifalaust
 • Sterklega er mælt með hönskum og hnéhlífum
 • Frekari hlífðarbúnaður er af hinu góða

 

Skyldubúnaður

 • Kortið af leiðinni (aðgengilegt á þessari síðu)
 • Farsími (fullhlaðinn)
 • Grundvallar "first aid kit" (Lágmark: plástrar, sárabindi, strigalímband)
 • Tvö "energy bar" eða tvær brauðsneiðar eða aðra næringu uppá +500 kcal 
 • Vind- og vatnsþéttur jakki
 • Þurr undirfatnaður (ullarföt eru góður kostur)
 • Viðgerðasett og varahlutir 
 •      Slanga
 •      Bætur
 •      Pumpa eða CO2 brúsi
 •      Multi tool 
 •      Chain tool
 •      Power-link/keðjulás 
 • Notast skal við bakpoka til að hýsa skyldubúnað og keppandi þarf að bera pokann öllum stundum á meðan hjólað er.
 • 5 mínútna refsing er við því að hafa skyldubúnað ekki meðferðis. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að kanna hvort skyldubúnaður er meðferðis.

    

Búnaður sem mælt er með að hafa meðferðis (sjá einnig heilræði)

 

Brautin og tímataka

 • Brautin verður birt á netinu með a.m.k. viku fyrirvara
 • Hjóluð er löng leið en aðeins keppt á stuttum sérleiðum, e.stages, sem eru að mestu niður í móti
 • Sérleiðir eru mismunandi að fjölda eftir keppnum (við stefnum alltaf að lágmarki 8 sérleiðum)
 • Tímatökuhlið hafa auglýstan lokunartíma, keppandi verður að hafa skilað sér í mark fyrir þann tíma (verður rúmur tími)
 • Sérleiðum verður að ljúka í réttri röð (frá lægstu til hæstu tölu)
 • Ekki má fá hjálp við að ferðast á milli sérleiða
 • Merkingar: Brautin er löng og ekki er hægt að merkja hana mikið. Þó verður reynt að merkja þá staði sem þar sem vafi gæti komið upp í tímatökusvæðum. Í það heila er keppandi ábyrgur fyrir að rata braut. GPS ferlar og kort eru hér
 • Sjáist keppendur stytta sér leið í tímatökusvæðum er refsingin 5 mínútur að lágmarki. Möguleiki á að vera dæmdur úr leik
 • Brautin og sérleiðir eru víða tæknileg og hreinlega hættuleg. Þátttakendur verða sjálfir að þekkja sín takmörk
 • Hver og einn keppandi fær tímatöku-kubb við skráningu. Kubburinn á að vera festur við hægri hendi
 • Engin sérstök rásröð er viðhöfð, um er að ræða einstaklings-start í hverju tímatökusvæði
 • Það verða að líða að lágmarki 30 sekúndur á milli ræsinga í tímatökuhliðum
 • Undanfari: Tímahliðin þarf að virkja á mótsdag. Það fer þannig fram að einn skipuleggjenda hjólar ávalt fyrstur og virkjar hliðin. Það má ekki undir nokkrum kringumstæðum fara framúr undanfara
 • Þegar hraðari keppandi dregur uppi hægari keppanda (eða annan vegfaranda) innan tímatökusvæðis ber þeim hægari að víkja. Hraðari keppandinn á að vara þann hægari við með hrópum og helst gefa til kynna hvoru megin verður tekið framúr. Þetta má gera með því að kalla "HÆGRI!"  eða "VINSTRI!"
 • Endurtaka á sérleið: Ef til þess kemur að keppandi þurfi að stoppa vegna meiðsla annars keppanda eða að hann varð fyrir alvarlegi hindrun sökum annars keppanda þá má fara til baka og byrja tímatöku að nýju
 •     - Alvarleg hindrun getur aðeins verið af völdum annars keppanda sem er stopp í brautinni vegna einhverskonar vandræða
 •     - Endurtaka er ekki tekin gild nema að sá sem hindraði keppanda vitni um það við mótsstjórn
 •     - Hverskonar bilun í búnaði keppanda veitir EKKI leyfi til að endurtaka sérleið
 • Valdi keppandi öðrum skaða með óvarlegu háttarlagi má dæma hann úr keppni

 

 

Náttúra og orðspor

 • Við biðlum til þín að gera þitt allra besta til að skilja ekki eftir för utan stíga og leggja þitt af mörkum til að heildinni geti verið sómi af ferðum okkar. Sýnum að við erum ábyrgir náttúruunnendur

 

Ágreiningur

 • Mótsstjórn hefur úrslitavald og úrskurðar einhliða