Yngri flokkar

Æfingagjöld knattspyrnudeildar Vestra eru eftirfarandi:

  • 3.fl, 4.fl og 5.fl (10 - 16 ára) greiða kr. 54.000 yfir vetrarmánuðina, sept.-maí. Yfir sumartímabilið fjölgar æfingum og þá greiðast kr. 21.000 fyrir júní-ágúst. Æfingagjöld allt árið eru því kr. 75.000.

 

  • 6.fl og 7.fl flokkur (6 - 9 ára) greiða kr. 40.500 yfir vetrarmánuðina, sept.-maí. Yfir sumartímabilið fjölgar æfingum og þá greiðast kr. 18.000 fyrir júní-ágúst. Æfingagjöld allt árið eru því kr. 58.500.  Börn sem búa í Ísafjarðarbæ og eru í HSV greiða ekki æfingagjöld yfir vetrarmánuðina vegna samnings milli Ísafjarðarbæjar og HSV. 

 

  • 8.fl  (4 og 5 ára) greiðir kr. 3.000.- á mánuði árið um kring.

 

  • 20% systkinaafsláttur. (Afslátturinn virkar þannig að þú skráir 1.barn og greiðir fullt gjald. Afslátturinn kemur svo á barn nr 2 o.sfrv.)

 

Æfingagjöld eru innheimt í gegnum Sportabler þar sem skráningar iðkenda fara fram. Þar er mikilvægt að skrá iðkanda í rétt námskeið til að iðkandi fari í réttan hóp á Sportabler og fái þar af leiðandi réttar upplýsingar um æfingatíma, mót, breytingar o.fl.

 

Við bjóðum einnig upp á möguleika fyrir þá sem búa ekki í nágrenni við Ísafjörð og Bolungarvík, þar sem æfingar knattspyrnudeildar fara fram, að taka þátt í okkar starfi. Þar eru félagsgjöld innheimt og er hægt að skoða þau nánar hér.


Mikilvægt er að allir skrái sig rétt eftir staðsetningum til að komast inn á rétta hópa á Sportabler og fái þar með rétt skilaboð, æfinga- og keppnisdagatöl og fleira sem kemur inn á Sportabler en öll samskipti fara þar í gegn.

 

*Verðskrá miðast frá og með 1.janúar 2022

 

Styrktaraðilar