Yngri flokkar

Mikilvægt er að hafa í huga að mest allt íþróttastarf er unnið af sjálfboðaliðum. Við tökum vel á móti öllum þeim sem vilja leggja félaginu lið og það er ágætt að minna sig á það að án foreldra og annarra sjálfboðaliða er ekki hægt að halda úti öflugu og góðu íþróttastarfi. Það eru ýmis verkefni sem foreldrar geta tekið þátt í s.s. stjórnarstöf, fjáraflanir, tengiliðastörf o.s.frv.

Sem foreldri getur þú tekið þátt í því að gera íþróttir barna og unglinga að eftirminnilegri og jákvæðri reynslu því ættum við sem foreldrar ættum ávallt að hafa hugfast að:

- Barnið þitt er í íþróttum á eigin forsendum, foreldrum hættir til að gleyma því.

- Hvetja barnið til þátttöku í íþróttum, ekki ‏þvinga það.

- Það er þitt hlutverk að hvetja barnið þitt til að fara eftir og virða reglur íþróttanna.

- Þú ert barninu fyrirmynd í því að taka ósigri af æðruleysi og sigri hrokalaust.

- Þú átt að styðja og hvetja öll börn og ungmenni, ekki bara þín eigin.

- Mikilvægt er að foreldrar séu jákvæðir bæði þegar vel gengur og þegar illa gengur.

- Látið aðeins jákvæð og hvetjandi orð frá ykkur fara á meðan leik stendur.

- Gera aldrei grín að barni eða hrópa að því ef það gerir mistök.

- Spyrja barnið hvort æfingin hafi verið skemmtileg eða spennandi, úrslitin eru ekki alltaf aðalatriðið.

- Sýna starfi félagsins virðingu.

- Vera virk á foreldrafundum þar sem umræður fara fram um þjálfun og markmið félagsins, þar er ykkar vettvangur.

- Standa saman um fjáraflanir og félagastarf í yngri flokkum.

- Leggja okkar að mörkum til að íþróttaiðkun barna okkar verði raunveruleg forvörn gegn óheilbrigðum lífsháttum.

- Mæta stundum á æfingu eða leiki þegar við getum. Það virkar hvetjandi fyrir barnið, líka þegar það eldist.

- Hættum ekki að styðja börnin okkar þegar þau komast upp úr yngri flokkum þau þurfa jafnvel meira á okkur að halda þegar þau eldast.

- Vera góð fyrirmynd fyrir börnin með jákvæðri framkomu og virðingu gagnvart þjálfaranum, dómaranum og liði andstæðinganna.

- Hrós er ein besta leiðin til að byggja upp sjálfstraust, forðumst að setja pressu á barnið hvað varðar frammistöðu þess.

- Keppnisdagur er alltaf hátíðisdagur, sama hvernig leikurinn fer.

Styrktaraðilar

Ekkert fannst