Körfuboltabúðir Vestra 2023

Búðirnar hefjast þriðjudaginn 6. júní 2023. Móttaka þátttakenda fer fram í íþróttahúsinu á Torfnesi frá kl. 17:00 þann dag. Val í hópa fer fram þá um kvöldið frá kl. 19:00-21:00 - íþróttafatnaður nauðsynlegur.

Búðunum lýkur laugardagskvöldið 10. júní með kvöldvöku og veitingu viðurkenninga.

Körfuboltabúðirnar eru ætlaðar körfuboltaiðkendum frá 11 -16 ára (2007-2012).

Grunnbúðir eru ætlaðar iðkendum á aldrinum 6 - 10 ára (2013 - 2016).

Ef vilji er til þess að kaupa gjafabréf skal senda tölvupóst þess efnis á korfuboltabudir@vestri.is. Leiðbeiningar verða sendar í svarpósti við erindinu. 

Skráning í körfuboltabúðir Vestra 2023 fer einungis fram í gegnum Sportabler á vefslóðinni https://www.sportabler.com/shop/vestri/korfubolti

Allar fyrirspurnir skal senda á netfangið korfuboltabudir@vestri.is