Hagnýtar upplýsingar

GOTT AÐ TAKA MEÐ OG HAFA Í HUGA FYRIR KOMUNA Í BÚÐIRNAR:

  • Sæng/svefnpoki, koddi og lak.
  • Handklæði.
  • Sápur og annað til að snyrta sig.
  • Tannbursti og tannkrem.
  • Sundfatnaður.
  • Nægur fatnaður fyrir æfingar.  Athugið að hægt er að komast í þvottavélar á heimavistinni fyrir þá sem gista þar.
  • Hlífðarfatnaður.  Muna að við búum á Íslandi og það getur rignt og verið svalt.
  • Það er gott að vera með eitthvað til að stytta sér stundir.
  • Körfubolti. Það er alls ekki vitlaust að taka með sér körfubolta til að leika sér á útikörfurnar, en ótrúlegt en satt er alltaf tími til þess þrátt fyrir þreytu.